Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 13:11
Elvar Geir Magnússon
Æfingaleikur: Pétur með þrennu í sigri Gróttu
Pétur Theodór Árnason.
Pétur Theodór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR 0 – 3 Grótta
0-1 Pétur Theodór Árnason (’51)
0-2 Pétur Theodór Árnason (’59)
0-3 Pétur Theodór Árnason (’74)

ÍR tók á móti Gróttu í æfingaleik í Egilshöll í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og ekkert skoraði.

Grótta var hins vegar mun sterkari aðilinn í þeim síðari og skoraði Pétur Theodór Árnason þrennu og tryggði Gróttu sigur.

Þetta var fyrsti sigur Gróttu undir stjórn Ágústs Gylfasonar en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum í Bose-mótinu.

Grótta er nýliði í Pepsi Max-deildinni fyrir næsta tímabil en Pétur skoraði fimmtán mörk og hjálpaði liðinu að komast upp. ÍR hafnaði í sjöunda sæti 2. deildar síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner