Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Romero vill vera áfram hjá United
Romero í leik með argentínska landsliðinu.
Romero í leik með argentínska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Sergio Romero mun spila í marki Manchester United í Evrópudeildarleiknum gegn AZ Alkmaar í kvöld. Það verður hans 50. leikur fyrir félagið en hann er á sínu fimmta tímabili á Old Trafford.

Romero er varamarkvörður fyrir David de Gea, einn besta markvörð heims.

„Þetta er ekki auðveld staða. Þegar ég samþykkti að ganga í raðir Manchester United var ég ekki að samþykkja að vera varamaður. Ég var að uppfylla draum minn því þetta er stærsta félag í heimi," segir Romero.

„Ef ég væri að spila meira væri ég ánægðasti markvörður heimsins. En ég vil samt enn vera áfram hérna."

Núgildandi samningur Romero rennur út 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner