Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   fim 12. desember 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Romero vill vera áfram hjá United
Sergio Romero mun spila í marki Manchester United í Evrópudeildarleiknum gegn AZ Alkmaar í kvöld. Það verður hans 50. leikur fyrir félagið en hann er á sínu fimmta tímabili á Old Trafford.

Romero er varamarkvörður fyrir David de Gea, einn besta markvörð heims.

„Þetta er ekki auðveld staða. Þegar ég samþykkti að ganga í raðir Manchester United var ég ekki að samþykkja að vera varamaður. Ég var að uppfylla draum minn því þetta er stærsta félag í heimi," segir Romero.

„Ef ég væri að spila meira væri ég ánægðasti markvörður heimsins. En ég vil samt enn vera áfram hérna."

Núgildandi samningur Romero rennur út 2021.
Athugasemdir