Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. janúar 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er fjórði leikmaðurinn að fara úr FH í Stjörnuna?
Arna Dís í leik með FH.
Arna Dís í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það hafa orðið margar breytingar á liði Stjörnunnar síðan Kristján Guðmundsson tók við. Hann virðist ætla að yngja leikmannahópinn upp hjá Garðabæjarliðinu.

Lykilleikmenn eins og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Lára Kristín Pedersen, Ana Victoria Cate og Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir hafa yfirgefið félagið og þá er það ljóst að Harpa Þorsteinsdóttir, Telma Hjaltalín Þrastardóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir munu missa af næstu leiktíð. Harpa og Telma eru með slitið krossband, en Katrín er ólétt.

Stjarnan hefur samið við Helgu Guðrúnu Kristinsdóttur og Maríu Sól Jakobsdóttur frá Grindvík, Sóley Guðmundsdóttur frá ÍBV, Elín Helgu Ingadóttur frá Haukum og þá hafa þrír leikmenn komið frá FH. Þetta eru Jasmín Erla Ingadóttir, Birta Georgsdóttir og Diljá Ýr Zomers.

FH féll úr Pepsi-deildinni en fjórði leikmaðurinn gæti verið á leiðinni frá FH í Stjörnuna. Arna Dís Arnþórsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Stjörnuna í 3-1 tapi gegn HK/Víkingi í Faxaflóamótinu síðastliðinn fimmtudag.

Arna er uppalin hjá Breiðabliki en hún spilaði með FH síðasta sumar. Hún lék níu leiki í Pepsi-deildinni fyrir Fimleikafélagið.

Það verður spennandi að sjá hvað gerist hjá Stjörnunni á næstu mánuðum fyrir mót. Stjarnan endaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner