Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. janúar 2021 21:00
Aksentije Milisic
Sjáðu glæsilegt hælspyrnu mark í leik PSV og AZ Alkmaar
Mynd: Getty Images
PSV og AZ Alkmaar áttust við í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði gestanna og þeir byrjuðu leikinn vel og voru tveimur mörkum yfir þegar flautað var til leikhlés.

Teun Koopmeiners gerði bæði mörkin en það síðara var einkar glæsilegt.

AZ fékk þá horspyrnu og sendingin kom á nærstöngina þar sem Koopmeiners var mættur og stýrði boltanum glæsilega með hælnum í netið úr mjög erfiðri stöðu.

Boltinn fór í boga yfir markvörð PSV og í netið. AZ vann leikinn að lokum 1-3 þar sem Albert spilaði allan tímann. Þetta stórglæsilega mark hjá Koopmeiners má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner