Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   mán 13. janúar 2025 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óviss með það hvort Rashford spili aftur fyrir Man Utd
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, kveðst óviss með það hvort Marcus Rashford muni spila aftur fyrir Manchester United.

Rashford virðist ekki vera inn í myndinni hjá Amorim en hann hefur verið inn og út úr hópnum frá því Portúgalinn tók við liðinu.

Rashford hefur sjálfur talað um að hann vilji fá nýja áskorun á sínum ferli.

„Hann er fulltrúi þessa félags og elskar þetta félag, en ég þarf að taka ákvarðanir. Svona er þetta bara," sagði Amorim eftir sigur gegn Arsenal í gær. Þar var Rashford ekki með.

Aðspurður að því hvort Rashford hefði leikið sinn síðasta leik fyrir Man Utd, þá sagði Amorim:

„Ég veit það ekki, sjáum til."
Athugasemdir
banner
banner