fös 13. mars 2020 09:51
Magnús Már Einarsson
Víkingur Ó. mætir ekki gegn Val vegna kórónuveirunnar
Ólafsvíkingar fagna marki.
Ólafsvíkingar fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Víkingur Ólafsvík ætlar ekki að mæta í leik gegn Val í Lengjubikarnum vegna smithættu vegna kórónuveirunnar. Leikurinn átti að fara fram á Origo-vellinum á Hlíðarenda klukkan 18:00 í kvöld.

Ólafsvíkingar áttu að fara í æfingaferð til Spánar á morgun en þeir hafa hætt við að fara eins og mörg önnur félög.

Yfirlýsing frá Víkingi Ó
Stjórn knattspyrnudeildar Víkings Ó. hefur tekið ákvörðun um að liðið muni ekki mæta til leiks gegn Val í Lengjubikarnum í kvöld.
Með þessu er liðið að fylgja eftir ákvörðun sinni um að fara ekki í æfingaferð til Spánar vegna COVID19 veirunnar sem herjar á heimsbyggðina um þessar mundir.

Víða hjá nágrannaþjóðum okkar hefur knattspyrnuiðkun verið slegið á frest um óákveðinn tíma og teljum við okkur þurfa að sýna samfélagslega ábyrgð. Er það okkar skoðun að ekki sé hægt að tryggja öryggi leikmanna, starfsliðs og áhorfenda gagnvart veirunni og því sé það eina rétta í stöðunni að spila ekki leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner