Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 13. mars 2021 18:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jóhannes dreymir um að spila með Man Utd og er duglegur í tölvuleikjum
Það verður alltaf markmiðið að spila með Manchester United og hefur verið frá því ég var tveggja ára gamall
Það verður alltaf markmiðið að spila með Manchester United og hefur verið frá því ég var tveggja ára gamall
Mynd: Norrköping
Ég er snöggur miðjumaður, góður í að dreifa spilinu og hleyp mikið í leikjum
Ég er snöggur miðjumaður, góður í að dreifa spilinu og hleyp mikið í leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Kristinn Bjarnason samdi á dögunum við sænska félagið IFK Norrköping. Jóhannes, eða Jói eins og hann er stundum kallaður, er sextán ára gamall miðjumaður og er hann sonur Bjarna Guðjónssonar, fyrrum landsliðsmanns og nú þjálfara U19 ára liðs Norrköping.

Hann var til viðtals í Framåt Kamrater hlaðvarpinu sem fjallar um sænska félagið. Þegar viðtalið var tekið upp (fyrir tveimur vikum) hafði Jói ekki hafið æfingar með félaginu.

Jói kemur inn á það að hann sé uppalinn KR-ingur og þekki því Finn Tómas Pálmason þaðan og að hann þekki þá Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson í gegnum fjölskylduna. Þeir fjórir eru allir á mála hjá félaginu.

Jói svaraði játandi þegar hann var spurður hvort hann hataði Malmö. Hann segist hafa séð marga Íslendinga fara til Norrköping og standa sig vel hjá félaginu. Hann segist geta séð leiðina inn í aðalliðið og segir tækifærið spennandi að spila fyrir félagið.

„Ég æfði hér í fyrra og þetta er frábært lið. Ég er spenntur að fara af stað. Það voru margir leikmenn sem stóðu upp úr þegar ég æfði hér síðast en ég tók mest eftir Ísaki, hvernig hann hefur vaxið frá því ég æfði með honum á Íslandi. Ég treysti þjálfaranum fyrir því að vita hvenær tíminn sé réttur til að gefa mér tækifærið, mögulega tekur það eitt og hálft ár, ég treysti þjálfaranum fullkomlega."

„Ég er snöggur miðjumaður, góður í að dreifa spilinu og hleyp mikið í leikjum,"
sagði Jói.

Hann segist ekki finna fyrir pressu vegna þess að frændi hans hafi náð að springa út með aðalliðinu.

„Ég hugsa ekki út í það. Ísak er frændi minn, hann er frábær fótboltamaður og ég er hér á mínum forsendum að skrifa mína sögu. Ég hlakka til þess að byrja spila með honum."

Jóhannes segir þá frá því að faðir sinn og þrír bræður hans hafi spilað með íslenska landsliðinu. Hversu gamall var Jói þegar hann ákvað að hann myndi einnig leika með landsliðinu?

„Tveggja ára gamall."

„Mín eina hugsun þessa stundina er að verða eins góður í fótbolta og ég get orðið. Mig langar að komast í aðalliðið hjá IFK Norrköping," sagði Jói aðspurður um sín framtíðarmarkmið.

Margir ungir leikmenn spila tölvuleiki í frítíma sínum. Er Jóhannes einn þeirra?

„Ég vildi segja nei, en ég er mikið í tölvuleikjum. Ég er ekki háður en mér líkar að spila tölvuleiki," sagði Jói. Hann var spurður hvort hann kynni að elda og svaraði Jói: „Einungis pasta."

Á hvaða sviðum þarf Jói að bæta sig?

„Ég myndi segja að ég þurfi að verða sterkari, bæta vinstri löppina og ég vil alltaf verða hraðari en ég er."

Horfir hann mikið á fótbolta í frítíma sínum?

„Já, ég horfi mikið á fótbolta, ég styð Manchester United."

Hugsaru um það sem leikmaður að mögulega nærðu einn daginn að spila með United eða aðskiluru stuðningsmanninn frá leikmanninum?

„Það verður alltaf markmiðið að spila með Manchester United og hefur verið frá því ég var tveggja ára gamall," sagði Jói.

Sjá einnig:
Finnur Tom Palma: Vildi að ég væri meira eins og Ísak
„Kemur mér mest á óvart við hann að hann er fæddur árið 2005"

Viðtalið má hlusta á hér.
Athugasemdir
banner
banner