Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 13. mars 2023 16:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katrín gat ekki fengið betri niðurstöðu: Eiginlega ótrúlegt
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Katrín Ásbjörnsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var óttast að sóknarmaðurinn Katrín Ásbjörnsdóttir yrði ekkert með á tímabilinu eftir að hún meiddist í leik með Breiðabliki gegn gegn sínum gömlu félögum í Stjörnunni í Garðabæ síðastliðinn föstudag.

Katrín, sem gekk í raðir Breiðabliks eftir síðustu leiktíð, meiddist eftir tæklingu undir lok fyrri hálfleiks og var skipt af velli.

Við fyrstu sýn var útlitið ekki gott og var jafnvel talið að hún hefði slitið krossband. „Þetta lítur ekki vel út. Það kom smellur og ég er með verki í innanverðu hnénu. Ég fer í myndatöku sem fyrst eftir helgi og vona það besta," sagði Katrín við Fótbolta.net fyrir helgi.

Hún er núna búin að fá niðurstöðu úr skoðun sem hún fór í áðan, en svörin gátu eiginlega ekki verið betri.

„Bestu niðurstaða sem ég hefði getað fengið," segir Katrín í samtali við Fótbolta.net og bætir við:

„Tognun á liðbandi innanvert og beinmar. Krossbönd heil og liðþófar heilir. Eiginlega ótrúlegt."

Búist er við því að Katrín verði frá í 4-6 vikur og hún getur því mögulega náð fyrstu leikjum Íslandsmótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner