lau 13. apríl 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Barca hvílir lykilmenn gegn Huesca
Evrópu- og nágrannaslagur í Sevilla
Miklar líkur eru á því að Lionel Messi verði hvíldur í dag.
Miklar líkur eru á því að Lionel Messi verði hvíldur í dag.
Mynd: Getty Images
Spútnik lið Alaves getur blandað sér aftur í Meistaradeildarbaráttuna á Spáni með sigri gegn Espanyol er liðin mætast í fyrsta leik dagsins.

Topplið Barcelona er með ellefu stiga forystu á Atletico Madrid og heimsækir botnlið Huesca sem er búið að skora sjö mörk í síðustu þremur leikjum, án þess að næla sér þó í meira en tvö stig.

Miklar líkur eru á að lykilmenn Börsunga verði hvíldir fyrir Meistaradeildarslaginn gegn Manchester United í næstu viku en Atletico Madrid þarf ekki að hvíla neina menn fyrir sinn leik gegn Celta Vigo.

Þar verður hart barist enda er Celta óvænt aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið sem stendur.

Síðasti leikur dagsins er ekki af verri endanum en þar er um að ræða alvöru nágrannaslag þar sem Sevilla tekur á móti Real Betis. Liðin eru í harðri Evrópubaráttu auk þess að vera nágrannar og erkifjendur og því gæti verið ansi stutt í hasarinn.

Leikir dagsins:
11:00 Espanyol - Alaves
14:15 Huesca - Barcelona (Stöð 2 Sport 3)
16:30 Atletico Madrid – Celta Vigo (Stöð 2 Sport 6)
18:45 Sevilla – Real Betis (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner