banner
   þri 13. apríl 2021 21:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barátta um völdin hjá Bayern - Flick gæti gengið í burtu
Mynd: Getty Images
Hansi Flick gæti yfirgefið Bayern Munchen á næstunni en hann er ósáttur við stefnu félagsins og störf Hasan Salihamidzic, yfirmanns íþróttamála. Hansi er aðalþjálfari Bayern og hefur verið í um eitt og hálft ár.

Hansi er pirraður út í þá ákvörðun stjórnarmanna að láta Thiago Alcantara fara síðasta sumar, að semja ekki við Jerome Boateng og verða ekki við kröfum David Alaba um nýjan samning. Þeir Boateng og Alaba munu yfirgefa félagið í sumar á frjálsri sölu.

„Ég hef verið aðalþjálfari í eitt og hálft ár hér. Við vorum með lið í fyrra sem var gæðameira en liðið í ár, allir vita það," sagði Flick á blaðamannafundi fyrir leik Bayern og PSG í dag. PSG fór áfram úr einvíginu og spurning hvað gerist í framhaldinu.

Salhimadzic náði í nokkra leikmenn í haust til að reyna fylla upp í leikmannahóp Bayern. En Bouna Sarr, Marc Roca og Douglas Costa hafa lítið spilað til þessa í vetur.

Eric Maxim Coupu-Moting, fjórði leikmaðurinn sem fenginn var í október, hefur spilað undanfarna leiki þar sem Robert Lewandowski meiddist í landsleik. Choupu-Moting er betri þegar hann fær að spila aftar á vellinum en í fjarveru Lewandowski var Flick tilneyddur til að spila Choupu-Moting sem fremsta manni.

Flick er sagður hafa augastað á því að verða landsliðsþjálfari Þýskalands en það starf losnar í sumar þegar Joachim Löw hættir með liðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner