Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 13. apríl 2024 10:20
Aksentije Milisic
Man City ætlar að kaupa Paqueta - Tveir leikmenn Sporting til Liverpool?
Powerade
Paqueta fagnar marki.
Paqueta fagnar marki.
Mynd: EPA
Tosin.
Tosin.
Mynd: Getty Images
Gleison Bremer.
Gleison Bremer.
Mynd: EPA
Til PSG?
Til PSG?
Mynd: EPA
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: EPA

Paqueta, Musiala, Edwards, Adarabioyo, Wan-Bissaka, Gallagher eru á meðal manna í slúðurpakka dagsins. BBC tók allt það helsta saman.
____________________________


Manchester City ætlar sér að fá Lucas Paqueta frá West Ham United en þessi 26 ára gamli Brassi vill yfirgefa félagið. City mun einungis kaupa hann ef ákærur á hendur leikmannsins varðandi brot á veðmálareglum verða felldar niður. (Guardian)

Paqueta er með klásúlu í samningi sínum sem hljómar upp á 85 milljónir punda og verður hún virk í júní. City telur að það verði ekki vandamál að ná samkomulagi við leikmanninn um kjör. (Athletic)

City ætlar þá að kaupa Jamal Musiala (21) frá Bayern Munchen fyrir 120 milljónir punda. (TeamTalk)

Liverpool er að undirbúa tilboð í tvo leikmenn Sporting Lissabon í sumar. Það er enski framherjinn Marcus Edwards (25) og portúgalski varnarmaðurinn Goncalo Incaio (22). (Football Insider)

Miguel Almiron (30) og Callum Wilson (32) eru á meðal leikmanna sem gætu yfirgefið Newcastle United í sumar. Félagið ætlar að byggja upp yngra lið. (Telegraph)

Manchester United og Tottenham hafa rætt við Tosin Adarabioyo, 26 ára gamla varnarmann Fulham en bæði félög vilja ólm fá kappann í sínar raðir. (TeamTalk)

Inter Milan vill fá Aaron Wan-Bissaka, varnarmann Manchester United, til liðsins á 13 milljónir punda. Samningur Bissaka hjá United rennur út árið 2025. (Gazetta dello Sport)

Tottenham vonast eftir því að ná að klófesta Connor Gallagher frá Chelsea (24) þegar félagasskiptaglugginn opnar. (Sun)

Hinn 17 ára gamli Pau Cubars vill skrifa undir nýjan samning við Barcelona þrátt fyrir áhuga frá fjölmörgum stórliðum. Leikmaðurinn vakti athygli fyrir frammistöðu sína gegn PSG í Meistaradeild Evrópu. (Mundo Deportivo)

Arsenal og Liverpool hafa bæst við í slaginn með Bayern Munchen varðandi Alejandro Grimaldo en hann er 28 ára gamall Spánverji sem hefur spilað frábærlega fyrir Bayer Leverkusen á þessari leiktíð. (Football Transfers)

Gleison Bremer, varnarmaður Juventus, hefur verið orðaður við Manchester United en hann er með klásúlu í samningi sínum sem hljómar upp á 51 milljón punda. Klásúlan hjá þessum 27 ára gamla Brassa verður virk árið 2025. (Gazetta dello Sport)

Nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni auk utan hennar hafa lýst yfir áhuga á að kaupa Mason Greenwood frá Manchester United. Þessi 22 ára gamli leikmaður er á láni hjá Getafe. (Mail)

Thomas Frank, stjóri Brentford, hefur sagt að það sé bull að Ivan Toney (28) fyrirliði liðsins, fari frá félaginu fyrir einungis 30 milljónir punda. (Evening Standard)

Ross Barkley, miðjumaður Luton Town, segist ekki ætla pæla í framtíð sinni fyrr en tímabilið er búið. Man Utd er sagt hafa áhuga. (Express)

Félög í ensku úrvalsdeildinni gætu nýtt sér það að Nottingham Forest þarf að selja leikmenn. Nokkur félög eru með augun á Chris Wood (32). (Football Insider)

PSG vill fá hinn 26 ára gamla Marcus Thuram til að fylla upp í skarð Kylian Mbappe þegar hann fer næsta sumar. Thuram hefur staðið sig vel í treyju Inter Milan á Ítalíu. (Tuttosport)

Xavi gæti snúist hugur og verið áfram hjá Barcelona eftir tímabilið en hann sagði fyrr í vetur að hann ætlar að hætta með liðið. Hann vill þó fá loforð um það að hann fái að styrkja liðið vel næsta sumar. (Mundo Deportivo)

Fulham, Sheffield United, Southampton og Queens Park Rangers vilja öll fá sóknarmann Rangers, Kemar Roofe (31). (Football Insiders)

Wolves og Leeds United eru að íhuga að bjóða í Che Adams, sóknarmann Southampton. Þessi 27 ára gamli leikmaður getur farið frítt í sumar. (TeamTalk)

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að Englendingurinn Harry Maguire (31) vilji spila fleiri mínútur. West Ham hefur áhuga á leikmanninum. (Metro)

Ole Gunnar Solskjært gæti verið sá maður sem tekur við írska landsliðinu. (Irish Times)


Athugasemdir
banner
banner
banner