Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   lau 13. apríl 2024 14:30
Aksentije Milisic
Sér framtíð sína hjá liðinu: Vil vera fyrirliði einn daginn
Mynd: EPA

Alessandro Bastoni, miðvörður Inter Milan á Ítalíu, er mjög sáttur í herbúðum liðsins en hann hefur reglulega verið orðaður burt frá Inter.


Bastoni er afar öflugur örvfættur miðvörður en hann kom til Inter frá Atalanta árið 2017. Hann er fastamaður í ítalska landsliðinu en kappinn segist vilja vera fyrirliði Inter einn daginn.

„Ég sé framtíð mína hér hjá Inter," sagði hann.

„Þessi tilfinning sem ég fæ hér er sérstök, ég sé stuðningsmennina okkar í hvert einasta skiptið sem ég fer á leikvanginn, ég sé framtíð mína hér."

„Ég vil verða fyrirliði liðsins einn daginn,"
 sagði Baston við Gazzetta dello Sport.

Inter er afar nálægt því að verða ítalskur meistari á ný.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner