mið 13. maí 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Með efasemdir um andlega þáttinn hjá Coutinho
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Giovane Elber, brasilískur sóknarmaður sem lék með Bayern München frá 1997 til 2003, efast um það að landi sinn, Philippe Coutinho, sé nægilega sterkur andlega.

Coutinho er á láni hjá Bayern München frá Barcelona. Svo viðist sem Bayern ætli ekki að nýta sér kaupákvæði í lánssamningnum og mun hann því fara aftur til Barcelona eftir tímabilið. Hann er ekki sagður í plönum Barcelona heldur.

Fallið hefur verið hátt hjá Coutinho frá því hann var lykilmaður í liði Liverpool fyrir nokkrum árum.

„Þegar Philippe kom til Bayern þá var vonast til þess að við myndum sjá sama leikmanninn og hann var hjá Liverpool, en hann kom eftir erfitt tímabil hjá Barcelona og ég held að það hafi setið eftir í hausi hans," segir Elber við Goal.

„Ég held að hann sé þannig manneskja að það trufli hann mjög auðveldlega þegar hlutirnir ganga ekki vel. Hann er ekki manneskja sem hugsar: 'Ég er Philippe Coutinho og ég ætla að laga þetta'. Það er synd því hann er frábær leikmaður."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner