Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Portúgal mikið betri núna - Mikið ævintýri fyrir fimm árum
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Portúgal.
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Portúgal.
Mynd: Getty Images
Portúgal er ríkjandi Evrópumeistari. Þeir urðu meistarar fyrir fimm árum síðan þegar þeir lögðu Frakkland í úrslitaleik.

Eder skoraði sigurmarkið í framlengdum leik og Portúgalar lyftu þeim stóra. Það má ekki gleyma því að Portúgalar höfnuðu í þriðja sæti í riðli sínum 2016, á eftir Ungverjalandi og Íslandi. Þeir enduðu samt á því að vinna mótið allt.

Portúgalar eru með mikið sterkari leikmannahóp núna en fyrir fimm árum og það verður athyglisvert að fylgjast með þeim á mótinu næstu vikurnar.

„Þeir eru betri en þegar þeir voru Evrópumeistarar... þeir fóru rosalega létta leið," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolta.net.

„Ég skil ekki enn. Þetta er enn meira ævintýri enn mig minnti. Frakkland átti að skora svona átta mörk í úrslitaleiknum. Núna eru þeir líklegir og mega vera fúlir ef þeir fara ekki í úrslitaleikinn."

„Ég held að þeir verði það. Ef þeir vinna þetta ekki, þá verða þeir brjálaðir," sagði Guðmundur Benediktsson. „Þeir eru komnir með svo marga leikmenn sem eru ógeðslega góðir. Mér finnst þeir betri en fyrir fimm árum þegar þeir unnu. Ég yrði mjög hissa ef Portúgal fer ekki að minnsta kosti í undanúrslit."

Leikmenn eins og Ruben Dias, Joao Cancelo, Joao Felix, Diogo Jota, Bruno Fernandes, Bernardo Silva og fleiri öflugir leikmenn væru búnir að bætast við hópinn frá því síðast. Ekki amalegir leikmenn.

Portúgal hefur leik á þriðjudag gegn Ungverjalandi.
Útvarpsþátturinn - EM með Gumma Ben og íslenski boltinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner