Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 13. júní 2021 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wijnaldum útskýrir af hverju hann valdi PSG
Mynd: Getty Images
Gini Wijnaldum gengur til liðs við PSG þegar EM líkur. Hann fer frítt frá Liverpool þar sem samningur hans við félagið rennur út um mánaðarmótin.

Wijnaldum hefur lengi verið orðaður í burtu frá Liverpool, þá aðallega til Barcelona og eftir að tímabilinu lauk varð sá orðrómur enn hærri.

Allt kom fyrir ekki og nú er ljóst að Wijnaldum er óvænt á leið til PSG.

Hann var á blaðamannafundi fyrir leik Hollands og Úkraínu í kvöld spurður hvers vegna hann hafi valið að ganga til liðs við PSG.

„Ég tók aðra ákvörðun, það var mjög erfitt. Ég var í samningaviðræðum við Barcelona í fjórar vikur en við komumst aldrei að niðurstöðu."

„Paris Saint-Germain voru betri að taka ákvörðun. Þeir voru sneggri og verkefnið sem er í gangi þar fannst mér mjög spennandi. "

„Ég verð að vera hreinskilinn, þetta var erfið ákvörðun. Ég hélt að ég væri á leið til Barcelona af því það var eina liðið sem hafði virkilegan áhuga, en við náðum ekki samkomulagi. PSG voru mun ákveðnari í sínum aðgerðum."
Athugasemdir
banner
banner
banner