Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 10:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Yfirlýsing danska sambandsins - Sendir liðsfélögunum kveðju
Mynd: Getty Images
Danska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun. Þar segir að rætt hafi verið við Christian Eriksen og líðan hans stöðug.

Eriksen féll til jarðar undir lok fyrri hálfleiks í leik gegn Finnlandi, fyrsta leik liðanna á Evrópumótinu.

„Við töluðum við Eriksen í morgun, sem sendir kveðju á liðsfélaga sína. Líðan hans er stöðug og mun hann vera áfram á sjúkrahúsinu í frekari rannsóknum."

„leikmenn og starfsmenn landsliðsins hafa fengið áfallahjálp og munu vera áfram til staðar fyrir hvort annað eftir atburð gærdagsins"

Danska knattspyrnusambandið þakkar m.a. aðdáendum, leikmönnum og konungsfjölskyldum Englands og Dannmerkur fyrir allar kveðjurnar. Yfirlýsinguna má lesa í held sinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner