
Valur hafði samband við Njarðvík og bauð í kantmanninn Freystein Inga Guðnason samkvæmt heimildum fótbolta.net.
Freysteinn er 18 ára gamall en hann hefur lengi verið mjög eftirsóttur, bæði af liðum hér heima og erlendis. Hann æfði á sínum tíma með U15 liði OB í Danmörku og í vetur fór hann á reynslu tl Köln og Norrköping en 2023 hafði hann farið til Álaborgar.
Freysteinn er 18 ára gamall en hann hefur lengi verið mjög eftirsóttur, bæði af liðum hér heima og erlendis. Hann æfði á sínum tíma með U15 liði OB í Danmörku og í vetur fór hann á reynslu tl Köln og Norrköping en 2023 hafði hann farið til Álaborgar.
Áið 2022 varð Freysteinn yngsti leikmaður í sögu Njarðvíkur. Hann er fæddur árið 2007 og hann hefur komið við sögu í 58 leikjum fyrir Njarðvík og þar af tíu af tólf leikjum liðsins í Lengjudeildinni í sumar. Hann á alls að baki þrettán leiki fyrir unglingalandsliðin.
Hann spilaði sinn fyrsta U19 landsleik gegn Englandi fyrir rúmum mánuði síðan.
Hann skrifaði undir samning við Njarðvík fyrr á þessu ári sem er í gildi út árið 2027.
Athugasemdir