Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
   sun 13. júlí 2025 22:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Valur bauð í Freystein
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hafði samband við Njarðvík og bauð í kantmanninn Freystein Inga Guðnason samkvæmt heimildum fótbolta.net.

Freysteinn er 18 ára gamall en hann hefur lengi verið mjög eftirsóttur, bæði af liðum hér heima og erlendis. Hann æfði á sínum tíma með U15 liði OB í Danmörku og í vetur fór hann á reynslu tl Köln og Norrköping en 2023 hafði hann farið til Álaborgar.

Áið 2022 varð Freysteinn yngsti leikmaður í sögu Njarðvíkur. Hann er fæddur árið 2007 og hann hefur komið við sögu í 58 leikjum fyrir Njarðvík og þar af tíu af tólf leikjum liðsins í Lengjudeildinni í sumar. Hann á alls að baki þrettán leiki fyrir unglingalandsliðin.

Hann spilaði sinn fyrsta U19 landsleik gegn Englandi fyrir rúmum mánuði síðan.

Hann skrifaði undir samning við Njarðvík fyrr á þessu ári sem er í gildi út árið 2027.
Athugasemdir