Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 13. ágúst 2019 15:30
Arnar Daði Arnarsson
Undanúrslit - Líkleg byrjunarlið FH og KR
FH - KR 18:00 á miðvikudagskvöld
Arnór Sveinn kemur inní byrjunarliðið hjá KR.
Arnór Sveinn kemur inní byrjunarliðið hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur er í kapphlaupi við tímann.
Guðmundur er í kapphlaupi við tímann.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Pablo kemur inn.
Pablo kemur inn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrri undanúrslitaleikur Mjólkurbikars karla fer fram annað kvöld þegar FH og KR mætast á Kaplakrikavelli klukkan 18:00.

Fótbolti.net spáir því að Ólafur Helgi Kristjánsson þjálfari FH geri eina breytingu á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn Val á Origo-vellinum á sunnudaginn.



Guðmundur Kristjánsson er að stíga upp úr meiðslum sem hann hlaut gegn Skaganum í þarsíðustu umferð. Við spáum því að Gummi verði klár fyrir leikinn á morgun og fari á miðjuna fyrir Kristin Steindórsson. Annars er Færeyingurinn, Brandur Olsen klár en hann átti góða innkomu í leiknum gegn Val á sunnudaginn.

KR átti vondan dag í Kórnum í síðustu umferð þegar liðið tapaði 4-1 gegn HK. Fótbolti.net spáir því að Rúnar Kristinsson stilli upp sama byrjunarliði og mætti Grindavík í þar síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar.



Arnþór Ingi kemur inní byrjunarlið KR-inga fyrir Finn Orra ásamt því að Arnór Sveinn kemur inní vörnina fyrir Skúla Jón. Þá spáum við því að Tobias Thomsen fari á bekkinn og Pablo Punyed komi inn. Það þýðir að Kristján Flóki byrji gegn uppeldisfélagi sínu annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner