Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. ágúst 2020 09:10
Magnús Már Einarsson
Grealish orðaður við Man Utd - Nær City að fá Thiago á undan Liverpool?
Powerade
Jack Grealish er áfram orðaður við Manchester United.
Jack Grealish er áfram orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Jordan Pickford gæti misst sæti sitt hjá Everton
Jordan Pickford gæti misst sæti sitt hjá Everton
Mynd: Getty Images
BBC er búið að taka allt það helsta saman úr ensku slúðurblöðunum í dag. Njótið!



Manchester City hefur ákveðið að berjast við Liverpool um Thiago Alcantara (29) miðjumann Bayern Munchen. Talið er að City geti gert hærra tilboð en Liverpool í leikmanninn. (SportBild)

Manchester United hefur sett öll kaup á bið á meðan félagið reynir að eltast við Jadon Sancho (20) hjá Dortmund. (Mirror)

Félagaskipti Sancho eru í hættu en Dortmund er ekki ánægt með viðræðurnar við United. Enska félagið bauð Sancho meðal annars samning á dögunum með lægri launum en hann er á hjá Dortmund. (Mail)

Juventus hefur spurst fyrir um Alexandre Lacazette (29) framherja Arsenal. (CalcioMercato)

Ismaila Sarr (22), kantmaður Watford, hefur sagt að allir myndu elska að spila fyrir Liverpool. Sarr hefur verið orðaður við ensku meistarana en Watford vill fá meira en 40 milljónir punda fyrir hann. (Goal)

Roma gæti látið miðjumanninn Amadou Diawara (23) fara til Arsenal í skiptum fyrir Lucas Torreira (24). (Mail)

Jack Grealish (24) mun ræða framtíð sína hjá Aston Villa við Christian Purslow framkvæmdastjóra félagsins eftir sumarfrí. Manchester United vill ennþá fá Grealish. (Mirror)

Benfica er í bílstjórasætinu í baráttunni um Jan Vertonghen (33) sem leitar að nýju félagi eftir að hafa yfirgefið Tottenham. Benfica gæti einnig verið að fá Edinson Cavani (33) frá PSG. (Sun)

Miðjumaðurinn Houssem Aouar (22) gæti farið frá Lyon í sumar en Arsenal, Manchester City og Juventus hafa öll áhuga. (Mail)

Everton gæti skipt um markvörð í sumar en Carlo Ancelotti, stjóri liðsins, telur að Jordan Pickford (26) sé ekki nægilega öruggur. (Star)

Arsenal vill fá Joelson Fernandes (17) framherja Sporting Lisabon en hann hefur verið kallaður nýr Cristano Ronaldo. (Mirror)

Napoli er við það að kaupa varnarmanninn Gabriel Magalhaes fra Lille á 22 milljónir punda. Manchester City gæti í kjölfarið keypt Kalidou Koulibaly (29) frá Napoli. (Manchester Evening News)

Tottenham ætlar að leyfa miðjumönnunum Oliver Skipp og Jamie Bowden að fara á lán eftir komu Pierre-Emile Hojbjerg til félagsins. (Football Insider)

Leicester er að skoða David Brooks (23) kantmann Bournemouth. (Leicester Mercury)

Vladimir Ivic (43) er að taka við stjórastöðunni hjá Watford en hann var að hætta störfum hjá Maccabi Tel Aviv í Ísrael. (Times)

Neil Wood, þjálfari U23 ára liðs Manchester United, segir að Hannibal Mejbri (17) verði áfram í unglingaliðinu á næsta tímabili og sé ekki á leið í aðalliðið strax. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner