lau 13. ágúst 2022 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte: Lukaku var kóngurinn í Milan
Mynd: Getty Images

Romelu Lukaku gekk aftur til liðs við Inter frá Chelsea á láni í sumar.


Lukaku var á mála hjá Inter frá 2019-2021. Hann var síðan keyptur til Chelsea fyrir uþb 100 milljónir punda en hann skoraði aðeins 15 mörk í 44 leikjum.

Chelsea og Tottenham mætast í Lundúnarslag um helgina en Antonio Conte stjóri Tottenham stýrði Lukaku hjá Inter frá 2019-2021.

„Lukaku var kóngurinn í Milan. Hann var kóngurinn og stuðningsmennirnir sýndu honum ástríðu, hann er gæji sem þarf á því að halda og þess vegna vildi hann fara aftur þangað," sagði Conte.

„Hann var góð kaup fyrir Chelsea, sumir leikmenn þurfa lengri tíma til að sýna sig:"

Leikur Chelsea og Tottenham er á sunnudaginn kl 15:30.


Athugasemdir
banner
banner
banner