Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 13. ágúst 2022 11:00
Aksentije Milisic
Óttar Bjarni: Bataferlið byrjaði ágætlega en svo kom nokkuð mikið 'setback'
Gæti spilað í næsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Óttar Bjarni Guðmundsson, leikmaður Leiknis, hefur átt erfitt sumar en hann gekk aftur í raðir félagsins frá ÍA síðasta haust.


Óttar var fyrirliði ÍA en hann er uppalinn hjá Leikni og lék í meistaraflokki í Breiðholti frá árinu 2008-2016. Eftir það fór hann í Stjörnuna og var þar í tvö tímabil áður en hann samdi við ÍA.

Óttar fékk höfuðhögg í byrjun sumars og hefur verið að glíma við afleiðingar þess. Hann hefur einungis náð að spila tuttugu mínútur fyrir Leikni á þessari leiktíð.

„Þetta er búið að vera frekar þungt. Þetta byrjaði svona ágætlega en svo kom nokkuð mikið 'setback'. Þannig að maður var lítið að hreyfa sig í þrjá mánuði sirka. Maður var bara að gera einhverjar æfingar sem sérfræðingarnir voru að segja manni að gera. En núna er ég búinn að ná mánuði þar sem ég er góður og maður er er kominn með nokkrar æfingavikur í skrokkinn," sagði Óttar í samtali við knattspyrnudeild Leiknis.

Óttar var þá spurður út í hvernig tilfinningin væri að fylgjast með liðinu ströggla og geta ekkert hjálpað til í varnarleiknum.

„Það er erfitt að spila ekki og sérstaklega þegar liðið manns er í vandræðum, að geta ekki lagt eitthvað meira til málanna en að vera eitthvað inn í klefa og tala."

„Ég bara vonandi fæ einhverjar mínútur á mánudaginn og í næstu leikjum svo við sjáum bara hvað setur. Maður er allavega kominn í takkaskó svo maður geti farið að sparka í menn,"
sagði Óttar.

Planið var að Óttar fengi mínútur í síðasta leik Leiknis sem var gegn Keflavík en vegna meiðsla hjá liðinu í fyrri hálfleik gekk það ekki upp.

Leiknir á mikilvægan leik gegn Fram á mánudaginn kemur og gæti Óttar tekið þátt í þeim leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner