Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 13. september 2021 22:30
Fótbolti.net
Lið 20. umferðar - Blikar komnir nær titlinum
Gísli Eyjólfsson er í fimmta sinn í liði umferðarinnar.
Gísli Eyjólfsson er í fimmta sinn í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar unnu sannfærandi sigur gegn HK.
Víkingar unnu sannfærandi sigur gegn HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed.
Pablo Punyed.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er með tveggja stiga forystu á toppi Pepsi Max-deildarinnar eftir 3-0 sigur gegn Val í 20. umferðinni. Árni Vilhjálmsson skoraði fyrsta markið og var valinn maður leiksins.

Auk hans eru miðjumennirnir Gísli Eyjólfsson og Alexander Helgi Sigurðarson og markvörðurinn Anton Ari Einarsson valdir í úrvalslið umferðarinnar, sem er afskaplega sókndjaft eftir þessa umferð.

Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari umferðarinnar.



Það er tveggja liða barátta um Íslandsmeistaratitilinn því Víkingar veita Blikum harða samkeppni. Víkingur vann þægilegan 3-0 sigur gegn HK. Pablo Punyed og Erlingur Agnarsson eru í úrvalsliðinu.

Kennie Chopart var maður leiksins þegar KR vann sinn fjórða sigur í röð og komst upp í þriðja sæti deildarinnar. KA hélt Evrópudraumum sínum á lífi með 2-0 sigri gegn Fylki þar sem Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði gæfumuninn.

Viktor Jónsson var maður leiksins þegar Skagamenn unnu lífsnauðsynlegan sigur gegn Leikni 3-1. Hann skoraði fyrsta mark ÍA, fékk vítið í öðru markinu og lagði upp þriðja markið. Þeir gulu halda sér á lífi í baráttunni við falldrauginn.

Matthías Vilhjálmsson var svo maður leiksins í 4-0 sigri gegn Stjörnunni þar sem hann skoraði tvö mörk.

Sjá einnig:
Úrvalslið 19. umferðar
Úrvalslið 18. umferðar
Úrvalslið 17. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Innkastið - Öll spjót beinast að Heimi og Skagamenn sleppa
Athugasemdir
banner
banner
banner