Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 13. september 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Kann að ná því besta út úr mönnum
Graham Potter á æfingasvæði Arsenal.
Graham Potter á æfingasvæði Arsenal.
Mynd: Getty Images
Graham Potter stýrir sínum fyrsta leik hjá Chelsea annað kvöld þegar liðið fær Red Bull Salzburg í heimsókn í Meistaradeildinni. Dan Burn, fyrrum varnarmaður Brighton, var í viðtali við BBC þar sem hann ræddi um Potter.

„Hann er stjóri sem fer ekki upp í skýin þegar hann vinnur og virðist ekki fara langt niður þegar hann tapar. Ég hef spilað undir stjórum sem voru bálreiðir eftir leiki sem við vorum slakir í. Hann hinsvegar segir bara nokkur orð, fer svo út og svo fyrir næstu æfingu er farið yfir alla leikinn," segir Burn.

„Ég tel að þessi nálgun hafi hjálpað honum. Í hita leiksins gætir þú sagt orð sem þú sérð eftir. Leikmenn hans kunna að meta hann því hann rökstyður skoðun sína með myndböndum."

„Hann heldur alltaf haus og leggur áherslu á leikgreiningu. Hann er lærður í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni og allt sem hann segir er hann búinn að hugsa út í gegn. Hann segir ekkert án þess að hugsa. Hann kann að ná því besta út úr fólkinu í kringum sig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner