PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 13. september 2024 20:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Adeyemi frábær í sigri Dortmund
Mynd: EPA

Karim Adeyemi átti frábæran leik þegar Dortmund lagði Heidenheim af velli í fyrsta leik þriðju umferðar í þýsku deildinni í kvöld.

Hann lagði upp fyrsta markið á Donyell Malen og bætti sjálfur öðru markinu við. Marvin Pieringer minnkaði muninn þegar hann skallaði boltann í netið.

Adeyemi var ekki búinn að segja sitt síðasta því hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark Dortmund áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Heidenheim fékk vítaspyrnu þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma þegar Niklas Sule var dæmdur brotlegur. Max Breunig skoraði úr spyrnunni.

Þá fékk Dortmund vítaspyrnu í uppbótatíma þegar varnarmaður Heidenheim handlék boltann. Emre Can fór á punktinn, skoraði og innsiglaði sigur Dortmund,


Athugasemdir
banner
banner
banner