Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 13. október 2025 19:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir 
Sjáðu markið: Ísland marki yfir gegn Frökkum í hálfleik
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland er komið yfir gegn Frakklandi á Laugardalsvelli þar sem liðin mætast í undankeppni HM.

Frakkar fengu fín tækifæri í fyrri hálfleik en Guðlaugur Victor Pálsson kom Íslandi yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  2 Frakkland

„Albert tekur aukaspyrnuna á nær þar sem Guðlaugur nær skotinu í Camavinga, boltinn fellur aftur fyrir hann og, hann nær að pota boltanum yfir línuna!" Skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í textalýsingu á leiknum.

Í uppbótatíma fyrri hálfleiksins varð Ísland fyrir áfalli þegar Sævar Atli Magnússon þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Brynjólfur Willumsson kom inn á í hans stað.

Í blálokin var Mikael Egill Ellertsson réttur maður á réttum stað og varði skot frá Jean-Philippe Mateta á línu.

Sjáðu markið hér fyrir neðan.


Athugasemdir