Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. nóvember 2019 13:15
Magnús Már Einarsson
Jakup Thomsen 5-7 mánuði lengur frá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski framherjinn Jakup Thomsen hefur fengið slæmar fréttir en hann verður 5-7 mánuðum lengur frá en áætlað var.

Jakup var á láni hjá FH frá Midtjylland síðari hluta árs 2018 og hann kom aftur til félagsins á láni síðastliðinn vetur.

Í júlí síðastliðnum sleit Jakup krossband og eftir aðgerð nokkrum vikum síðar fékk hann þær fréttir að hann yrði frá í 6-7 mánuði.

Í dag fékk Jakup slæmar fréttir en hann verður frá keppni í 5-7 mánuði lengur en áætlað var í fyrstu.

„Fór í aðgerð fyrir þremur mánuðum síðan og búist var við að ég yrði frá í 6-7 mánuði. Í dag var sá tími framlengdur um 5-7 mánuði," sagði Jakup á Instagram.

Jakup er 21 árs gamall en óvíst er hvað tekur við hjá honum þegar hann kemst á fulla ferð á nýjan leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner