Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   fim 14. janúar 2021 15:26
Elvar Geir Magnússon
Ings var mögulega með Covid þegar hann skoraði gegn Liverpool
Meðal leikja helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Leicester og Southampton sem verður klukkan 20:00 á laugardagskvöld.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, hefur staðfest að Ricardo Pereira og Cengiz Under gætu tekið þátt í leiknum en þeir hafa verið meiddir.

Jamie Vardy og James Maddison eru báðir klárir í slaginn en belgíski sóknarmiðjumaðurinn Dennis Praet gæti verið frá í þrjá mánuði vegna meiðsla aftan í læri.

Leikurinn um helgina verður 400. leikur danska markvarðarins Kasper Schmeichel fyrir Leicester.

Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, opinberaði það á fréttamannafundi í dag að sóknarmaðurinn Danny Ings hefði greinst með Covid-19 eftir sigurleikinn gegn Liverpool þann 4. janúar.

Ings skoraði sigurmarkið í leiknum. Mögulegt er að hann snúi aftur til æfinga á morgun en hann mun líklega missa af leiknum á laugardaginn.

Hasenhuttl segir mögulegt að Ings hafi verið með veiruna þegar hann skoraði gegn Liverpool.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Crystal Palace 18 7 6 5 21 19 +2 27
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
12 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
13 Tottenham 18 6 5 7 26 23 +3 23
14 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner