Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   þri 14. janúar 2025 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Caicedo og Matheus Nunes bakverðir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í enska boltanum í kvöld þar sem þrjú stórlið mæta til leiks og er einn toppslagur á dagskrá.

Nottingham Forest og Liverpool eigast við í óvæntum toppslag þar sem spútnik lið tímabilsins freistar þess að reyna að loka á ógnarsterkt lið Liverpool sem virðist vera óstöðvandi um þessar mundir.

Nuno Espírito Santo þjálfari Forest gerir eina breytingu frá sigri liðsins gegn Wolves í síðustu umferð, þar sem Ryan Yates kemur inn í byrjunarliðið fyrir Nicolás Domínguez og fær fyrirliðabandið.

Arne Slot gerir einnig eina breytingu frá jafnteflisleiknum gegn Manchester United í síðustu umferð, þar sem Dominik Szoboszlai byrjar á miðjunni í staðinn fyrir Curtis Jones sem sest á bekkinn. Trent Alexander-Arnold heldur því byrjunarliðssæti sínu þrátt fyrir að hafa átt erfiðan dag gegn Man Utd.

Chelsea tekur svo á móti Bournemouth og gerir Enzo Maresca tvær breytingar frá jafnteflinu gegn Crystal Palace í byrjun janúar, þar sem Romeo Lavia og Noni Madueke koma inn fyrir Malo Gusto og Pedro Neto.

Andoni Iraola gerir einnig tvær breytingar frá sigri gegn Everton í síðustu umferð, þar sem Evanilson dettur úr liðinu vegna meiðsla og Justin Kluivert fer á bekkinn. Í stað þeirra koma David Brooks og Tyler Adams inn í byrjunarliðið.

Hákon Rafn Valdimarsson byrjar þá á bekknum hjá Brentford gegn Englandsmeisturum Manchester City, en Thomas Frank gerir aðeins eina breytingu á liðinu sem vann 5-0 gegn Southampton í síðustu umferð. Vitaly Janelt kemur inn í byrjunarliðið fyrir Kevin Schade, sem er eftirsóttur af Borussia Dortmund og sest á bekkinn. Rico Henry er þá kominn á bekkinn eftir meira en eitt ár í fjarveru vegna meiðsla.

Pep Guardiola gerir einnig eina breytingu frá síðasta úrvalsdeildarleik þar sem Matheus Nunes kemur inn í varnarlínuna fyrir Rico Lewis, en Kyle Walker er ekki í hóp.

Að lokum gera Marco Silva og Graham Potter samanlagt sjö breytingar í viðureign Fulham gegn West Ham. Potter gerir fimm breytingar eftir 4-1 tap gegn Manchester City undir stjórn forvera hans.

Lukasz Fabianski, Emerson Palmieri, Konstantinos Mavropanos, Guido Rodriguez og Carlos Soler koma inn í byrjunarliðið hjá Hömrunum, á meðan Andreas Pereira og Emile Smith Rowe koma inn í byrjunarliðið hjá Fulham.

Nott. Forest: Sels, Aina, Milenkovic, Murillo, Williams, Anderson, Yates, Gibbs-White, Elanga, Hudson-Odoi, Wood.
Varamenn: Miguel, Morato, Awoniyi, Dominguez, Ward-Prowse, Moreno, Jota, Sosa, Boly.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Van Dijk, Konate, Robertson, Gravenberch, Mac Allister, Szooboszlai, Salah, Gakpo, Diaz.
Varamenn: Kelleher, Endo, Chiesa, Jones, Elliott, Jota, Tsimikas, Quansah, Bradley.



Chelsea: Sanchez, Caicedo, Acheampong, Colwill, Cucurella, Lavia, Enzo, Madueke, Palmer, Sancho, Jackson.
Varamenn: Jorgensen, Tosin, Veiga, Gusto, James, Neto, Joao Felix, Nkunku, Guiu.

Bournemouth: Travers, Zabarnyi, Hill, Huijsen, Kerkez, Christie, Brooks, Cook, Adams, Ouattara, Semenyo
Varamenn: Dennis, Kluivert, Jebbison, Adu-Adjei, Akinmboni, Winterburn, Kinsey, Sadi, Rees-Dottin



Brentford: Flekken, Roerslev, Collins, Van den Berg, Lewis-Potter, Norgaard, Janelt, Jensen, Damsgaard, Mbeumo, Wissa.
Varamenn: Valdimarsson, Henry, Schade, Carvalho, Mee, Yarmoliuk, Konak, Maghoma, Ji-soo.

Man City: Ortega, Nunes, Akanji, Ake, Gvardiol, Kovacic, De Bruyne, Silva, Savinho, Foden, Haaland.
Varamenn: Ederson, Grealish, Doku, Gundogan, Simpson-Pusey, Mubama, O'Reilly, Lewis, McAtee



West Ham: Fabianski, Wan-Bissaka, Mavropanos, Kilman, Emerson, Alvarez, Rodriguez, Soucek, Soler, Kudus, Paqueta
Varamenn: Foderingham, Cresswell, Coufal, Guilherme, Ings, Irving, Casey, Scarles, Orford

Fulham: Leno, Castagne, Andersen, Bassey, Robinson, Lukic, Pereira, Wilson, Rowe, Iwobi, Jimenez
Varamenn: Benda, Cuenca, Sessegnon, Diop, Reed, Cairney, King, Adama, Muniz
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner