Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 14. mars 2020 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrrum læknir Man City í fjögurra ára bann frá knattspyrnu
Andrew Johnson, læknir sem hefur starfað með Manchester CIty og Bury, hefur verið dæmdur í bann frá knattspyrnutengdum störfum til janúar 2024.

Johnson viðurkenndi sök sína í málinu þar sem hann gaf leikmanni Bury ólöglega stera í desember 2018.

Johnson reyndi að fela gjörðir sínar í kjölfarið en mistókst og var gripinn.

Hann hefur starfað með Man City undanfarinn áratug en hefur ekki verið notaður af félaginu síðan málið kom upp.
Athugasemdir
banner