Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   lau 14. mars 2020 10:45
Ívan Guðjón Baldursson
Óttast um upphaf næsta úrvalsdeildartímabils
Kaveh Solhekol, fréttamaður Sky Sports meðal annars, er búinn að ræða við háttsettann heimildarmann sinn úr enska boltanum.

Solhekol heldur því fram að viðkomandi aðili, sem situr í stjórn knattspyrnufélags í úrvalsdeildinni, hafi litla trú á því að enska úrvalsdeildartímabilið verði klárað.

„Mér sýnist ekki vera möguleiki á að deildin fari aftur af stað eftir þrjár vikur, þetta ástand mun vera svona í nokkra mánuði," sagði heimildarmaðurinn.

„Við erum að velta því fyrir okkur hvort næsta tímabil muni byrja tímanlega. Við þurfum að svara stórum spurningum: Munu einhver lið falla niður eða komast upp um deild?"
Athugasemdir