Þessa stundina er í gangi leikur Liverpool og Crystal Palace á Anfield en gestirnir frá London leiða leikinn með einu marki gegn engu í hálfleik.
Palace byrjaði leikinn miklu betur og skoraði verðskuldað mark á fjórtándu mínútu leiksins. Gestirnir áttu þá frábæra sókn þar sem boltinn gekk manna á milli sem endaði með sendingu Tyrick Mitchell á Eberechi Eze sem kláraði færið vel.
Palace var nokkrum sentimetrum frá því að komast í tveggja marka forystu en þá bjargaði Andy Robertson meistaralega á marklínu. Liverpool vaknaði til lífsins eftir um 25 mínútna leik en liðið fékk tvö góð færi til að skora en inn vildi boltinn ekki.
Áhugaverð staða á Anfield í hálfleik en þetta mark frá Eze má sjá hérna.
Í hinum leiknum leiðir Fulham gegn West Ham á útivelli þar sem Brassinn Andreas Pereira gerði markið.