Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 14. maí 2016 09:50
Elvar Geir Magnússon
Pochettino átti erfitt með svefn eftir mat með Sir Alex
Pochettino var í skýjunum eftir að hafa farið út að borða með Sir Alex Ferguson.
Pochettino var í skýjunum eftir að hafa farið út að borða með Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Einn af draumum Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, rættist á dögunum þegar hann skellti sér út að borða með Sir Alex Ferguson, einum besta stjóra sögunnar.

Pochettino segist hafa lært gríðarlega mikið á þeim tveimur klukkustundum sem þeir eyddu saman.

„Ég lærði marga hluti. Þetta voru tveir tímar og þetta var tilfinningaríkt. Hvert einasta orð, hver einasta setning sem hann sagði, var lærdómur. Auðvitað getur þetta hjálpað mér að verða betri knattspyrnustjóri. Þú getur lesið bækur en þarna var hann fyrir framan okkur, með sína persónutöfra. Þú skilur af hverju hann er Sir Alex Ferguson," segir Pochettino.

„Nóttina eftir þetta átti ég erfitt með svefn því það var stórkostlegt að hitta hann. Þegar ég hóf þjálfaraferil minn var hann mín hvatning og ég horfði til hans. Þegar þú færð að eyða tveimur tímum með manni sem er besti stjóri sögunnar að mínu mati er ekki annað hægt en að njóta. Ég vildi stöðva klukkuna en það var ekki hægt."

Pochettino og Sir Alex hittust á kvöldverði sambands knattspyrnustjóra á Englandi og ákváðu að hittast yfir mat þegar tímasetning hentaði.

„Við vorum áhugasamir að kynnast hvor öðrum," segir Pochettino.

Sir Alex sagði fyrr á leiktíðinni að Pochettino væri besti stjóri ensku úrvalsdeildarinnar en Argentínumaðurinn skrifaði undir nýjan fimm ára samning við Tottenham í vikunni.

Stuðningsmenn Tottenham urðu áhyggjufullir þegar kom í ljós að Pochettino hafi fundað með Sir Alex. „Spurði hann um Manchester United? Nei það var ekki til umræðu,“ segir Pochettino.

Lokaumferð ensku deildarinnar verður á morgun en Tottenham þarf stig gegn Newcastle United á útivelli til að innsigla 2. sætið og enda því yfir Arsenal í fyrsta sinn síðan 1994-95. Síðan Arsene Wenger tók við Arsenal hefur liðið alltaf endað fyrir ofan erkifjendur sína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner