Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. maí 2019 14:13
Elvar Geir Magnússon
Valur reynir að fá Daníel Hafsteins
Daníel Hafsteinsson.
Daníel Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Vals eru að reyna að fá Daníel Hafsteinsson, miðjumann KA, samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Valur hefur boðið KA að fá Gary Martin á móti en Hlíðarendafélagið hefur í nokkurn tíma horft til Daníels.

Daníel er 19 ára unglingalandsliðsmaður sem hlotið hefur mikið lof fyrir frammistöðu sína með Akureyrarliðinu. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Daníel áhuga á að færa sig um set.

Daníel er lykilmaður hjá KA og hefur leikið alla þrjá leiki liðsins í Pepsi Max-deildinni. Í fyrra lék hann 20 leiki og skoraði þrjú mörk.

Hann á sex U21-landsleiki fyrir Ísland.

Eins og greint var fráí morgun er Valur að reyna að losa sig við Gary Martin.

Valsmenn hafa í dag fengið til sín Valgeir Lunddal frá Fjölni og sögur herma að þeir hafi einnig borið víurnar í Guðmund Stein Hafsteinsson hjá Stjörnunni.

Einnig voru sögur um að Valur gæti fengið Steven Lennon frá FH en Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, blés á þær sögur í samtali við 433.is.

Félagaskiptaglugganum hér á landi verður lokað annað kvöld en Valur hefur farið illa af stað í Pepsi Max-deildinni og er með eitt stig að loknum þremur umferðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner