Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   fim 14. maí 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mansour reyndi að kaupa Liverpool áður en hann keypti City
Graeme Souness, fyrrum fyrirliði Liverpool, greindi frá því á Sky Sports að eigendur Manchester City hafi reynt að kaupa Liverpool áður en ákvörðun var tekin um að festa kaup á Man City.

Sheikh Mansour er eigandi Man City en enska viðskiptakonan Amanda Staveley var milliliður í yfirtökunni. Staveley er einnig partur af yfirvofandi eigendaskiptum Newcastle United.

Fjárfestahópurinn frá Abu Dhabi reyndi og reyndi að kaupa Liverpool en Staveley sagði að erfiðleikar í samskiptum við þáverandi eigendur félagsins, Tom Hicks og George Gillett, hafi orðið til þess að ekkert varð úr kaupunum.

„Ég fór með fjölskyldunni til Dúbaí fyrir tólf eða þrettán árum síðan og kynntist Amöndu á hótelinu. Hún sagðist vera stuðningsmaður Liverpool og talaði um að hafa hjálpað til við eigendaskipti Manchester City," sagði Souness.

„Þá spurði ég hvers vegna hún hafði hjálpað til við yfirtöku á Man City frekar en Liverpool.

„Hún svaraði: 'Ég reyndi og reyndi en það var alltof erfitt að eiga við Gillette og Hicks.'"

Athugasemdir