Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 14. maí 2021 17:22
Elvar Geir Magnússon
Kórdrengir fá markvörð lánaðan frá Burnley (Staðfest)
Lukas Jensen er kominn til Kórdrengja.
Lukas Jensen er kominn til Kórdrengja.
Mynd: Getty Images
Danski markvörðurinn Lukas Jensen hefur gengið í raðir Kórdrengja en hann kemur á láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley.

Sean Dyche, stjóri Burnley, var samherji Heiðars Helgusonar, aðstoðarþjálfara Kórdrengja hjá Watford á sínum tíma.

Jensen er 22 ára gamall og var lánaður til Bolton í ensku D-deildinni fyrr á tímabilinu en þar var hann varamarkvörður.

Kórdrengir fóru í markvarðarleit eftir meiðsli í hópnum en liðið gerði jafntefli við Aftureldingu 1-1 í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar. Kórdrengir taka á móti Selfossi í kvöld.

Jensen lék fyrir Hellerup IK og Helsingör í heimalandinu áður en hann gekk í raðir Burnley 2019. Á heimasíðu Burnley er fjallað um skiptin og þar segir markvarðaþjálfarinn Billy Mercer að það hjálpi Jensen að fara í annað land og fá leiki undir beltið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner