Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 14. maí 2022 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal undirbýr tilboð í Jesus
Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus.
Mynd: Getty Images
Arsenal er að undirbúa tilboð í Gabriel Jesus, sóknarmann Manchester City.

Frá þessu segir ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano.

Manchester City vill fá 50-60 milljónir evra fyrir brasilíska sóknarmanninn þrátt fyrir að leikmaðurinn eigi bara eitt ár eftir af samningi sínum við City.

Umboðsmaður Jesus hefur verið að daðra við Arsenal upp á síðkastið. „Við ræddum við Arsenal... Við erum hrifnir af því verkefni sem þar er í gangi og þetta er möguleiki sem við erum að skoða. Það eru sex önnur félög sem hafa áhuga en hans einbeiting er á lokaleikina með Man City," sagði umboðsmaðurinn Marcelo Pettinati.

Jesus hefur verið hjá City síðan 2017 og skipti til Arsenal gætu hentað báðum aðilum vel. Það er ekki hægt að segja að hlutverk Jesus hjá City sé búið að vera stórt frá því hann kom til félagsins.

Jesus hefur byrjað 19 af úrvalsdeildarleikjum City á tímabilinu og skorað átta mörk. Hann byrjaði báða undanúrslitaleikina gegn Real Madrid í Meistaradeildinni en hafði verið notaður sparlega fram að því.
Athugasemdir
banner
banner
banner