Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 14. maí 2022 21:17
Brynjar Ingi Erluson
Haaland naut augnabliksins í kveðjuleiknum - „Heiður að klæðast þessari treyju"
Erling Haaland þakkar fyrir sig
Erling Haaland þakkar fyrir sig
Mynd: EPA
Norski framherjinn Erling Braut Haaland spilaði síðasta leik sinn fyrir Borussia Dortmund í 2-1 sigri á Herthu Berlín í lokaumferð þýsku deildarinnar í dag.

Haaland mun ganga til liðs við Manchester City í sumar fyrir 60 milljónir evra og gerir hann fimm ára samning við enska félagið.

Samkomulagið var tilkynnt fyrir nokkrum dögum og var síðasti leikur Dortmund á tímabilinu í dag.

Hann var í byrjunarliði Dortmund og fyrir leik var hann heiðraður fyrir framan stuðningsmenn félagsins. Haaland naut augnabliksins er hann stóð fyrir framan stúkunni í síðasta sinn.

„Það hefur verið algjör heiður að klæðast þessari treyju hjá Borussia Dortmund. Ég á eftirminnileg augnablik hér, hitt mikið af frábæru fólki og svo auðvitað stuðningsmennirnir sem hafa alltaf verið aukamaður á vellinum. Guli veggurinn er ótrúlegur og ég mun aldrei gleyma þessu. Takk öll sömul," sagði Haaland á Twitter.




Athugasemdir
banner