Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjörtur gleymist í umræðunni - „Stóð sig frábærlega"
Icelandair
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var rætt um íslenska landsliðið í útvarpsþættinum Fótbolta.net á laugardag.

Brynjar Ingi Bjarnason og Hjörtur Hermannsson mynduðu flott miðvarðarpar í síðasta landsleikjaglugga.

„Brynjar Ingi fannst mér - þrátt fyrir að hann hafi átt þátt í marki sem við fengum á okkur gegn Mexíkó - heilt yfir spila eins og landsliðsmaður í þessu verkefni," sagði Guðmundur Benediktsson.

Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa myndað miðvarðarpar íslenska landsliðsins undanfarin tíu ár eða svo.

„Miðvarðarstöðurnar verða kannski nýjar," sagði Tómas Þór Þórðarson og var þar að tala um hópinn sem verður valinn í september.

„Kári Árnason á að vera þarna eins og hann er að spila," sagði Gummi. „Fyrir mér er það frekar að við erum tilbúnir með mann með honum. Mér fannst Hjörtur skila mjög góðu verki í þessum leikjum. Hjörtur og Brynjar sýndu báðir að þeir vilja þetta. Svo verður að koma í ljós hvað Raggi ætlar að gera, og hvað þeir ætla að gera með Ragga."

„Hjörtur Hermannsson er Danmerkurmeistari, hann byrjar í hafsent í besta liðinu í Danmerku. Hann var ekkert lélegur í þessum leikju, alls ekki," sagði Tómas og tók Gummi undir það.

„Hann gleymist, Hjörtur, í umræðunni. Brynjar, þetta er svona eins og þegar maður eignast eitthvað nýtt. Það er miklu meira gaman. Við höfum verið með Hjört í kringum þetta lengi án þess að hann fái að spila mikið. Hjörtur stóð sig frábærlega og ég er spenntur að sjá hvert Hjörtur fer núna því hann er samningslaus."

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - EM með Gumma Ben og íslenski boltinn
Athugasemdir
banner
banner
banner