Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. júní 2021 13:13
Ívan Guðjón Baldursson
Neville: Enginn annar hefði valið þetta byrjunarlið
Southgate mikilvægasti hlekkur landsliðsins
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Knattspyrnusérfræðingurinn vinsæli Gary Neville hrósaði Gareth Southgate landsliðsþjálfara Englands í hástert eftir 1-0 sigur gegn Króatíu í fyrstu umferð á EM allsstaðar.

Southgate tók nokkrar ákvarðanir í liðsvalinu sem voru gagnrýndar af fjölmiðlum á Englandi en þær gengu upp. Hægri bakvörðurinn Kieran Trippier byrjaði í vinstri bakvarðarstöðunni framyfir Luke Shaw og Ben Chilwell. Þá var Raheem Sterling valinn í byrjunarliðið á meðan Marcus Rashford sat á bekknum og Tyrone Mings var í hjarta varnarinnar.

„Ég var í sjokki þegar ég sá Trippier í vinstri bakverði en ég hafði ekki efasemdir um að þjálfarinn hefði tekið rétta ákvörðun. Við eigum framúrskarandi þjálfara sem býr yfir gríðarlegri reynslu. Ég held að það sé ekki til ein manneskja af þeim 65 milljónum sem búa hér sem hefðu valið sama byrjunarlið og Southgate," sagði Neville.

„Það var margt sem hefur sögulega farið gegn Englandi. Leikurinn byrjaði klukkan 2, það var mikill hiti og við mættum liði sem stjórnaði leiknum gegn okkur á síðasta móti. Besti varnarmaður liðsins meiddist og við gátum ekki teflt fram okkar sterkasta byrjunarliði.

„Við getum talað um að Phillips eða Sterling hafi verið bestu leikmenn vallarins en þjálfarinn okkar er mikilvægasti hlekkur þessa liðs. Öll þjóðin vildi sjá Grealish spila en Southgate setti hann ekki einu sinni inn af bekknum. Hann er tilbúinn til að taka óvinsælar ákvarðanir, hann þekkir þennan leikmannahóp betur en við hin."


England á eftir að spila við Tékkland og Skotland í riðlakeppninni. Talað hefur verið um að það henti Englendingum betur að enda í öðru sæti riðilsins heldur en fyrsta og verður áhugavert að sjá hvernig riðillinn þróast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner