Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 14. ágúst 2020 21:12
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Njarðvík vann eftir dramatískar lokamínútur á Ásvöllum
Þróttur V. kom til baka og sigraði gegn Víði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Þróttur V.
Haukar 1 - 2 Njarðvík
1-0 Kristófer Dan Þórðarson ('8)
1-1 Kenneth Hogg ('44)
1-2 Marc McAusland ('96, víti)
Rautt spjald: Þórður Jón Jóhannesson, Haukar ('95)
Rautt spjald: Sigurjón Már Markússon, Haukar ('96)

Haukar tóku á móti Njarðvík í 2. deildinni í dag og komust heimamenn yfir strax á áttundu mínútu. Kristófer Dan Þórðarson skoraði þá eftir fallega stoðsendingu frá Tómasi Leó Ásgeirssyni.

Kenneth Hogg jafnaði rétt fyrir leikhlé með skalla eftir hornspyrnu frá Atla Fannari Haukssyni og staðan 1-1 í hálfleik.

Bæði lið komust nálægt því að krækja í sigurinn eftir leikhlé en inn vildi boltinn ekki fyrr en á síðustu mínútum uppbótartímans þegar Njarðvíkingar fengu vítaspyrnu.

Þórður Jón Jóhannesson var rekinn af velli með beint rautt spjald og skoraði varnarmaðurinn reyndi Marc McAusland úr vítinu.

Haukar eru á toppi deildarinnar með 18 stig eftir 9 umferðir. Njarðvík er í öðru sæti ásamt Kórdrengjum með 17 stig.

Þróttur V. 3 - 2 Víðir
0-1 Hólmar Örn Rúnarsson ('8)
0-2 Guðmundur Marinó Jónsson ('13)
1-2 Alexander Helgason ('18)
2-2 Stefan Spasic ('77, sjálfsmark)
3-2 Alexander Helgason ('89)
Rautt spjald: Jordan Chase Tyler, Víðir ('25)

Fjarðabyggð 2 - 4 KF
1-0 Guðjón Mánu Magnússon ('19)
2-0 Vice Kendes ('24)
2-1 Theodore Develan Wilson III ('37)
2-2 Ljubomir Delic ('43)
2-3 Ljubomir Delic ('55)
2-4 Theodore Develan Wilson III ('90)

Þróttur V. lagði þá Víði í dramatískum nágrannaslag þar sem gestirnir frá Garði komust í tveggja marka forystu á fyrsta stundarfjórðungi leiksins.

Heimamenn í Vogum náðu að minnka muninn skömmu síðar en jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en á 77. mínútu. Þeir stálu svo sigrinum með sigurmarki rétt undir lokin og tryggðu sér mikilvæg stig.

Alexander Helgason skoraði fyrsta og síðasta mark Þróttara í kvöld og var hetja liðsins.

KF tryggði sér þá þrjú stig með góðum sigri gegn Fjarðabyggð eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á fyrsta hálftímanum.

Theodore Wilson og Ljumobir Delic sneru stöðunni við með því að skora tvennu hvor.

Þróttur er í þriðja sæti, þremur stigum eftir toppliði Hauka. Fjarðabyggð og KF eru stigi þar á eftir á meðan Víðir er í fallbaráttu með sex stig eftir tíu umferðir.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner