Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 17:50
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Samúel Kári og Sara Björk í sigurliðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn er Lyon lagði PSV Eindhoven að velli með fjórum mörkum gegn engu í æfingaleik.

Sara Björk er nýlega gengin til liðs við Lyon sem er meðal sterkustu félaga heims í kvennaboltanum. Sara er í hópi bestu miðjumanna heims og hefur leikið fyrir þýska stórveldið Wolfsburg undanfarin ár.

Þá var Samúel Kári Friðjónsson í byrjunarliði Paderborn sem lagði Uerdingen að velli í æfingaleik í gær.

Hinn 24 ára gamli Samúel Kári gekk i raðir Paderborn í janúar og hefur komið við sögu í fimm leikjum í efstu deild þýska boltans síðan.

Að lokum byrjaði Ísak Óli Ólafsson á bekknum er SönderjyskE tapaði æfingaleik gegn Silkeborg.

Lyon 4 - 0 PSV
1-0 Jodie Taylor ('45)
2-0 Jodie Taylor ('58)
3-0 Nikita Parris ('82)
4-0 Nikita Parris ('90)

Paderborn 2 - 1 Uerdingen
1-0 M. Ritter ('43)
1-1 C. Kinsombi ('65)
2-1 Antwi-Adjej ('86)

SönderyjskE 1 - 3 Silkeborg
0-1 M. Brink ('24)
0-2 E. Holten ('33)
1-2 E. Frederiksen ('55)
1-3 A. Dahl ('80)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner