Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 14. ágúst 2020 06:00
Aksentije Milisic
Atalanta skoraði 116 mörk á leiktíðinni - Ekkert skorað af Ítala
Mynd: Getty Images
Ótrúlegu tímabili hjá Atalanta lauk í fyrradag en liðið hefur hrifið knattspyrnuáhugamenn um allan heim á þessari leiktíð.

Liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær í 8-liða úrslitum gegn PSG en frakkarnir skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og komust þannig áfram. Svekkjandi endir á frábæru tímabili hjá Atalanta.

Það sem er áhugavert við þessa leiktíð hjá Atalanta er það að liðið er það fyrsta í sögu Seríu A deildarinnar á Ítalíu sem er ekki með einn markaskorara frá landinu.

Atalanta skoraði heil 116 mörk á leiktíðinni sem er magnaður árangur. Ekkert þeirra var hins vegar skorað af Ítala sem er sturluð staðreynd.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner