Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 14. ágúst 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hvorki Ronaldo né Messi í undanúrslitum í fyrsta sinn síðan 2006
Mynd: Getty Images
Barcelona var slegið út í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í kvöld og getur Lionel Messi þar með ekki bætt öðrum titli við safnið sitt í bili.

Messi er vanur því að spila í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar rétt eins og sinn helsti keppinautur undanfarinn áratug, Cristiano Ronaldo.

Nú er staðan sú að hvorugur þeirra verður með í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Juventus tapaði óvænt fyrir Lyon í 16-liða úrslitum.

Það verður í fyrsta sinn síðan 2006 sem hvorki Messi né Ronaldo taka þátt í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Þá er þetta einnig í fyrsta sinn síðan 2007 sem ekkert spænskt félag er í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner