Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. ágúst 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli er að landa Simeone og Ndombele
Ndombele hefur spilað 91 leik á tveimur og hálfu ári hjá Tottenham.
Ndombele hefur spilað 91 leik á tveimur og hálfu ári hjá Tottenham.
Mynd: Lyon

Napoli er að styrkja hópinn fyrir komandi átök í ítalska boltanum eftir að hafa misst Kalidou Koulibaly, Dries Mertens og Lorenzo Insigne.


Giovanni Simeone, sonur Diego þjálfara Atletico Madrid, er með bókaða læknisskoðun hjá Napoli og mun ganga í raðir félagsins á næstu dögum.

Simeone er 27 ára og skoraði 17 mörk í 35 deildarleikjum með Verona á síðustu leiktíð. Það vakti áhuga margra félaga og borgar Napoli 3,5 milljónir evra fyrir eins árs lánssamning. Í samningnum er kaupskylda sem virkjast ef ákveðnum skilyrðum er mætt og hljóðar hún uppá 12 milljónir. Þetta verða því í mesta lagi 15,5 milljónir í kaupverð.

Þá er Tanguy Ndombele stutt frá því að samþykkja eins árs lánssamning frá félaginu með kaupmöguleika. Ndombele er 25 ára miðjumaður sem á leiki að baki fyrir franska landsliðið og er samningsbundinn Tottenham næstu þrjú árin.

Napoli og Tottenham eru búin að ná samkomulagi sín á milli.

Kim Min-jae og Leo Östigard eru komnir til að fylla í skarðið sem Koulibaly skilur eftir sig og borgaði Napoli einnig 10 milljónir evra fyrir efnilegan kantmann frá Georgíu, Khvicha Kvaratskhelia.


Athugasemdir
banner
banner
banner