Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 14. ágúst 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Viðurkennir að hann nýtti sér hæð Lisandro Martinez
Mynd: EPA

Thomas Frank knattspyrnustjóri Brentford var kátur eftir 4-0 sigur gegn Manchester United í gær. Brentford skoraði öll mörkin í fyrri hálfleik og tók Rauðu djöflana í kennslustund með sannfærandi sigri.


Lisandro Martinez byrjaði leikinn í miðvarðarstöðunni við hlið Harry Maguire en réði ekki við stóra og sterka leikmenn Brentford. Martinez er ekki nema 175 sentimetrar á hæð og var einnig gagnrýndur eftir tapið gegn Brighton í fyrstu umferð.

„Við skoðuðum leikinn gegn Brighton og tókum eftir að þeir sendu langa bolta upp völlinn í hvert einasta skipti sem er skrýtið því þetta er lið sem spilar vanalega frá markmanninum og meðfram jörðinni," sagði Frank.

„Við vissum að við værum líklegir til að vinna skallaeinvígin eða allavega seinni boltana í kring. Við vissum að við gætum nýtt okkur þetta vopn og við gerðum það."


Athugasemdir
banner
banner
banner