Wayne Rooney og lærisveinar hans í Plymouth Argyle eru komnir áfram í 2. umferð enska deildabikarsins eftir 3-0 sigur liðsins á Cheltenham í kvöld.
Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var ekki með Plymouth í kvöld.
Cheltenham spilar í ensku D-deildinni og ákvað Rooney því að hvíla nokkra leikmenn vegna leiksins gegn Hull um næstu helgi.
Plymouth vann örugglega með þremur mörkum í síðari hálfleik og því komnir áfram í næstu umferð.
Leeds United er á meðan óvænt úr leik eftir 3-0 tap gegn Middlesbrough á Elland Road. Það var sama sagan og úr Plymouth-leiknum, en öll mörkin voru skoruð í síðari hálfleik.
Þrettán úrvalsdeildarlið verða í pottinum þegar dregið verður í aðra umferð bikarsins á eftir.
Athugasemdir