Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 14. september 2019 16:32
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Stórsigur Leiknis í toppslagnum - Tokic með þrennu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hrvoje Tokic hefur verið funheitur í 2. deildinni í sumar. Selfoss gæti þó misst af sæti í Inkasso-deildinni.
Hrvoje Tokic hefur verið funheitur í 2. deildinni í sumar. Selfoss gæti þó misst af sæti í Inkasso-deildinni.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Toppbarátta 2. deildar ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni eftir að Leiknir rúllaði yfir Vestra í toppslagnum á Fáskrúðsfirði.

Staðan var markalaus þar til í síðari hálfleik þegar Izaro Abella Sanchez ákvað að grípa til sinna ráða. Hann setti þrennu á rétt rúmum 20 mínútum og gerði út um leikinn.

Leiknir er í toppsætinu fyrir lokaumferðina, með 43 stig. Vestri er með 42 stig í öðru sæti og kemur Selfoss í því þriðja, með 41 stig.

Leiknir F. 4 - 0 Vestri
1-0 Izaro Abella Sanchez ('57)
2-0 Izaro Abella Sanchez ('73)
3-0 Izaro Abella Sanchez ('80)
4-0 Mykolas ('86)

Selfoss lagði Völsung auðveldlega að velli í dag og skoraði Hrvoje Tokic þrennu. Þetta var sjötti sigur Selfyssinga í röð í deildinni en liðið mætir Kára í síðustu umferð.

Selfoss þarf sigur gegn Kára til að eiga möguleika á að komast aftur upp í Inkasso-deildina. Það hjálpar ekki til að Vestri á heimaleik gegn botnliði Tindastóls í síðustu umferð á meðan Leiknismenn heimsækja Fjarðabyggð.

Selfoss 4 - 1 Völsungur
1-0 Gylfi Dagur Leifsson ('19 )
2-0 Hrvoje Tokic ('55 )
3-0 Hrvoje Tokic ('67 )
3-1 Rúnar Þór Brynjarsson ('73 )
4-1 Hrvoje Tokic ('87 , víti)

Þróttur V. 0 - 1 Víðir
0-1 Helgi Þór Jónsson ('33, víti)

KFG 4 - 1 Fjarðabyggð
1-0 Tristan Freyr Ingólfsson ('45)
2-0 Tristan Freyr Ingólfsson ('55)
3-0 Kristján Gabríel Kristjánsson ('63)
4-0 Benedikt Daríus Garðarsson ('72)
4-1 Eysteinn Þorri Björgvinsson ('82)

Tindastóll 3 - 2 Kári
1-0 Hafsteinn Ingi Magnússon ('3)
2-0 Arnar Ólafsson ('9)
3-0 Arnar Ólafsson ('11)
3-1 Guðlaugur Þór Brandsson ('64, víti)
3-2 Indriði Áki Þorláksson ('89)
Rautt spjald: Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson, Tindastóll ('90)

Dalvík/Reynir 0 - 0 ÍR

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner