Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   lau 14. september 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Eto'o einn af bestu sóknarmönnum sem ég hef hitt
Kamerúnski sóknarmaðurinn Samuel Eto'o lagði skóna á hilluna á dögunum en hann átti glæsilegan feril. Hann lék fyrir Barcelona á hátindi ferilsins.

Hann lék eitt tímabil undir stjórn Josep Guardiola hjá Barca og unnu þeir þrennuna saman. Eto'o lenti í útistöðum við Guardiola og var á endanum seldur til Inter um sumarið. Þar vann hann þrennuna annað árið í röð, í þetta sinn undir stjórn Jose Mourinho.

Guardiola var spurður út í Eto'o og hafði ekkert nema jákvæða hluti að segja þrátt fyrir rifrildi fortíðarinnar.

„Hann er einn af bestu sóknarmönnum sem ég hef séð eða þjálfað á ævi minni. Hann var algjör lykilþáttur í velgengni okkar fyrsta árið hjá Barcelona," sagði Guardiola.

„Það var mér heiður að fá að þjálfa svona góðan leikmann í eitt ár. Hann var í hæsta gæðaflokki."
Athugasemdir
banner