Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. september 2021 21:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær vildi víti og rautt áður en jöfnunarmarkið kom
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vildi fá vítaspyrnu í seinni hálfleiknum gegn Young Boys í Meistaradeildinni í kvöld.

Young Boys vann leikinn 2-1 eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Áður en jöfnunarmarkið kom, þá féll Cristiano Ronaldo í teignum en ekkert var dæmt. Solskjær vildi fá vítaspyrnu í því tilviki.

„Við hefðum átt að fá vítaspyrnu og þeir áttu að missa mann af velli með rautt spjald," sagði Solskjær.

„Honum er ýtt þegar hann er einn á móti markverðinum. Dómarinn tók örugglega ákvörðunina því þá hefði hann þurft að reka leikmanninn út af. Stundum gerist svona með óreynda dómara."

Það var 32 ára gamall Frakki, François Letexier, sem dæmdi leikinn í dag. Hann tók stóra ákvörðun í fyrri hálfleik þegar hann rak Aaron Wan-Bissaka af velli.

Með því að smella hérna er hægt að sjá myndbandið af atvikinu sem Solskjær er að tala um.

Sjá einnig:
Algjör einstefna - Nánast allar ákvarðanir Solskjær rangar
Athugasemdir
banner
banner
banner