mán 14. október 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Southgate vill viðbrögð frá Maddison
James Maddison
James Maddison
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, segir að James Maddison hafi sent honum skilaboð og látið hann vita af því að ensku blöðin myndu birta myndir af honum í spilavíti.

Maddison hefur verið í lykilhlutverki hjá Leicester í ensku úrvalsdeildinni en hann átti að spila með Englendingum gegn Tékkum um helgina.

Hann var þó frá vegna veikinda og sást síðan sama kvöld á spilavíti á meðan leikurinn fór fram. Hann sendi Southgate skilaboð og varaði hann við því að blöðin ætluðu sér að birta myndir af honum.

„Hann sendi mér skilaboð til að láta mig vita að þetta væri á leið í blöðin. Einbeitingin mín er hjá leikmönnunum sem eru hérna í Sofia.

„Ég vil ekki ræða einstaklinga en ég veit eiginlega allt um mína leikmenn og horfi á hverja einustu mínútu sem þeir spila á vellinum. Ég tala við stjórana þeirra og þjálfara í unglingaliðum."

„Hann skilur núna að þegar þú spilar fyrir enska landsliðið þá ertu miklu meira í sviðsljósinu. Ungir leikmenn eru ekki alveg meðvitaðir um það. Ég hef sjálfur ekki gaman af því að tapa peningum í spilavíti en við erum einbeittir á að fá viðbrögð og ég veit meira um þetta í lok vikunnar,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner